top of page


Námsheimild
Bílprófsaldur á Íslandi er 17 ár og miðast við afmælisdaginn. Hægt er að hefja ökunám við 16 ára aldur en það fer eftir ýmsum þáttum s.s. löngun til að aka, efnahag, búsetu, árstíð eða persónulegum aðstæðum. Best er þó að kynna sér allt um ökunám og bílpróf.
Um leið og ökunám hefst þarf að sækja um námsheimild sem ökunemi gerir rafrænt.
Þegar rafræn umsókn hefur verið send inn þarf umsækjandi að koma með passamynd á skrifstofu sýslumanns.
Skilyrði til að hefja ökunám
-
hafa náð 16 ára aldri
hafa fullnægjandi sjón og heyrn
vera andlega og líkamlega hæfur til að stjórna bíl
hafa fasta búsetu á Íslandi
Ef einni eða fleiri heilsufarsspurningum er svarað játandi þarf einnig að skila inn læknisvottorði.
Kostnaður: Námsheimild gildir í tvö ár og kostar 4.300 kr.
Island.is/umsókn um námsheimild og fyrsta ökuskírteini
bottom of page