top of page
Empty Road

Ökunám
Fræðilegt
Ökunám felur í sér að nemandi
öðlist þá þekkingu, færni og viðhorf
til að aka á öruggan og ábyrgan hátt.

Kennslufræðin  og kennsluáætlun í ökunámi

Til að skipuleggja nám notar kennarinn kennsluáætlun þar sem fram kemur hvað á nemandinn að gera, hvernig, afhverju og hvað á að meta. Ingvar Sigurgeirsson segir í bók sinni Litróf Kennsluaðferðanna að kennsluaðferðir séu athafnamynstur sem kennarar geta notað til að nemendur nái markmiðum námsins. Til eru margar kennsluaðferðir sem henta mismunandi kennslu. Ég tel að í ökunámi henti að nota umræðu og spurnaraðferð þar sem kennari og nemandi ræða um það sem á að læra. Ökukennari þarf líka að beita virkri hlustun

okukennsla mynd.jpg

MUSIC módelið

Í ökukennslu er gott að nýta sér Music módelið. Það leggur áherslu á sálfræðilega hluta námsins. Ég tel að það gæti aukið þátttöku og árangur nemenda um leið og áhugahvötina. En hvernig er hægt að nota mótelið í ökukennslu? Módelið byggir á fimm grunnþáttum, merkingu(Meaning), notagildi(utility), velgengni(Success), áhuga(Interest) og umhyggju(Caring). Hvernig: Nemandinn þarf að sjá tilganginn með ökunáminu eins og Briggs og félagar bentu á (mynd 1), hvað þarf hann að læra. Það þarf að tengja námið við lífsreynslu og raunverulegra aðstæður ökunemanns til að auka skilning hans og áhuga. Hvernig á að bakka, taka af stað, stöðva og aka ákveðnar leiðir. Notagildi eða gagnsemi þess sem er verið að læra þarf að vera sýnilegt eins og hvernig á að aka á malarvegi, virkni og notkun baksýnisspegils þegar verið er að leggja í stæði eða bakka, það er ekki nóg að kenna bara á bókina heldur verður að sýna notagildið í verki. Velgengni nemandans á að vera meginmarkmið ökukennarans. Nemandinn þarf að upplifa að hann sé að ná árangri í hverjum tíma, stundum þarf að byrja á einföldum atriðum og bæta smátt og smátt við þar til nemandinn sér að honum gangi vel í hverju sem hann tekur að sér. Stöðva og leggja ökutæki, taka af stað í brekkum að mismunandi gerðum o.s.frv. Áhugi, kennslan þarf að vekja áhuga og forvitni nemandans, einhæfni getur dregið úr áhuga nemandans og orsakað óþolinmóðan og óöruggari ökumann. Ökukennari þarf að vekja áhuga ökunemans með því að láta hann takast á við krefjandi aðstæður eftir þörfum. Gera námið áhugavert t.d. með leiðarlýsingu þar sem nemandinn á að fara á ákveðinn stað eða hverju tekur nemandinn eftir í umhverfinu sem hann er að aka um. Umhyggja, ökukennari þarf að skapa öruggt umhverfi þar sem ökuneminn finnur fyrir virðingu og stuðningi. Fyrstu ökutímarnir geta verið stressandi fyrir nemann og því er mikilvægt að ökukennarinn sé rólegur, þolinmóður og hvetjandi. Mikilvægt er að ökunemi viti að það sé í lagi að gera mistök því af mistökunum lærum við. Þegar foreldri eða ökunemi óska eftir að ég verði þeirra ökukennari mun ég byrja á því að heimsækja þau og fara yfir ökuferilsnámið. Ég tel að með því að fara í heimsókn og kynnast fólki á þeirra heimaslóð geri ökunemann mun öruggari og tilbúnari að hefja sinn ökuferil.

okukennsla mynd.jpg

Kennsluáætlun -  námslýsing

Námsáætlunin okkar tekur mið af því að þú kæri ökunemi, öðlist þekkingu, færni og viðhorf til að aka bifreið á öruggan og ábyrgan hátt.

 

Í ökunáminu er farið í eftirfarandi atriði.

Grunnþjálfun:

  • undirbúningur aksturs

  • stjórntæki og ræsing bifreiðar

  • aka af stað - stöðva bifreið

  • hægri og vinsti beygjur í gatnamótum

  • gírskipting og hemlun

  • snigilakstu og tekið af stað í brekku

  • akstur aftur á bak

  • öryggisskoðun og rekstur bifreiðar

Akstur í umferð:

  • beiting og samtenging undirstöðuþátta

  • akstur á akgreinaskiptum vegum

  • einstefnuvegir

  • akstur í þéttri umferð

  • ljósastýrð gatnamót

  • hringtorg

  • forgangur í umferð

  • vistakstur

Akstur í þéttbýli:

  • beiting og samtenging grunnþátta

  • akstur við sérstakar aðstæður

  • snúa við og lagning bifreiðar

  • akstur í íbúðahverfum

  • akstur í mismikilli umferð

Akstur í dreifbýli:

  • aðreinar og fráreinar - hraðaval

  • akstur á þjóðvegum

  • framúrakstur

Akstur við erfið skilyrði:

  • akstur í ökugerði

  • akstur í myrkri

Við munum einnig fara í gegnum skilning þinn á umferðarreglum og merkjum, öryggisatriði bifreiðar og þá sálræna þætti sem gætu haft áhrif á aksturshæfileika þína. 

Saman munum við auka færni þína til að verða fyrirmyndar ökumaður. 

​MUNDU:

- Akstur krefst athygli-

okukennsla mynd.jpg

Námsmat - Leiðsagnarmat - Sjálfsmat

Námsmat getur verið á ýmsu formi. Námsmat getur verið til að kanna þekkingu á afmörkuðu efni, verklegri færni eða könnun á almennri þekkingu. Það er gert með bóklegum prófum, verklegum prófum eða sem símat eða leiðsagnarmat. Námsmat er mikilvægt í kennslu en það getur haft áhrif á líf og sjálfsmynd nemanda hvernig námsmatið er útfært. Í ökunámi þarf sérstaklega að gæta að líðan nemandans, ef ökukennari hlúir að líðaninni, sýnir jákvæðni og öryggi í kennslu og ýtir undir jákvæða sjálfsmynd myndi ég segja að ökuneminn myndi sýna það líka sem ökumaður. Ökukennarinn mótar ökunemann með sinni kennslu og framkomu.

Til eru nokkrar gerðir af námsmati s.s. lokamat, samræmd próf, skrifleg eða formleg próf, símat eða leiðsagnarmat. En hver er tilgangur námsmats? Hverjum á matið að þjóna? Ég myndi segja að námsmat þurfi að vera mismunandi eftir því hverju er verið að leitast eftir. Í ökunámi tel ég að leiðsagnarmat sé hentugst þar sem kennslan fer fram maður á mann. Hæglega er hægt að leiðbeina um leið og kennt er því ég tel að öllu námsmati þurfi að fylgja endurgjöf af kennarans hálfu og þá helst munnlega því ég tel að nemendur séu ekki endilega að lesa það sem kennari skrifar sem endurgjöf, nema kannski þeir samviskusömu. Ég tel að því meiri jákvæða endurgjöf sem nemandinn fær muni það efla hann sem ökumann. Ég mun því leitast við að gefa jákvæða endurgjöf, sem bendir á það sem vel er gert um leið og farið er varlega í gagnrýnina. Endurgjöfin þarf að vera skýr og nákvæm, hún þarf að vera tímabær sbr. um leið og eitthvað gerist, hún þarf líka að vera uppbyggileg, hagnýt og í samræmi við það sem er að gerast.

Í ökunámi þarf ökunemi að taka bóklegt próf sem er eftir að hann hefur æft sig í æfingarprófum og í verklegum æfingum í ökukennslu með ökukennara. Námsmatið er í formi krossaprófs og reynir á getu nemandans til að muna atriði sem hann hefur lært sérstaklega.

ökunám nemi.jpg

Námskrá fyrir almenn ökuréttindi

Umferðarstofa setur námskrár fyrir einstaka flokka ökunáms, að höfðu samráði við Ökukennarafélag Íslands. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfestir síðan námskrár. Námskrá fyrir hvern réttindaflokk skal kveða á um þá þekkingu, hæfni og leikni sem umsækjandi þarf að búa yfir til að öðlast þau ökuréttindi. Námskrá fyrir flokk B gefur heilsteyptan ramma um ökunám til almennra ökuréttinda fyrir fólksbifreið/sendibifreið. Byggt er á fimm grunnsjónarmiðum sem lýsa tilgangi, innihaldi og uppbyggingu námsins.

námskrá.jpg

Kennsluaðferðir 

Til að skipuleggja nám notar kennarinn kennsluáætlun þar sem fram kemur hvað á nemandinn að gera, hvernig, afhverju og hvað á að meta. Ingvar Sigurgeirsson segir í bók sinni Litróf Kennsluaðferðanna að kennsluaðferðir séu athafnamynstur sem kennarar geta notað til að nemendur nái markmiðum námsins. Til eru margar kennsluaðferðir sem henta mismunandi kennslu. Ég tel að í ökunámi henti að nota umræðu og spurnaraðferð þar sem kennari og nemandi ræða um það sem á að læra. Ökukennari þarf líka að beita virkri hlustun

car-driving-44.gif

Leiðsagnarmat

Tilgangur leiðsagnarmats er að nemandinn viti fyrirfram hvað eigi að meta og hvað hann eigi þá að læra. Leiðsagnarmatið leggur þannig áherslu á námið frekar en námsmatið og leggur það þannig í hendurnar á ökunemanum hve mikið hann vilji leggja á sig að ná valdi á því sem læra á. Leiðsagnarmat leggur meiri áherslu á námið en matið. Það metur framfarir nemandans á rauntíma og hjálpar til við að gera þær breytingar sem þarf á kennslunni til að ná þeim kröfum sem gerðar eru í náminu. Með því að nota leiðsagnarmat tel ég að það þroski og ýti undir að ökuneminn bæti sig þegar kennt er í raunverulegum aðstæðum þar sem neminn fær leiðsögn í gegnum mat, en rannsókn Black og Wiliam árið 1998 leiddi í ljós að ef notast er við vandað leiðsagnarmat geti það haft umtalsverð áhrif á námsárangur. Ég mun því leitast við að leggja mat á um leið og ég leiðbeini mínum ökunemum á rauntíma, verði hvetjandi og um leið leiðbeinandi þegar mistök eiga sér stað og komi þannig sem best til móts við nemandann þannig að hann fái kennslu við hæfi í hverjum tíma um leið og ég örva hann til að taka réttar ákvarðanir.

tumblr_m4pll0Or5A1qc4uvwo1_500.gif

Hafa samband

Básendi 9

108, Reykjavík, Ísland

​​

Sími: 8682043

bodvaria@okunam.net

Ökukennaranúmer: 2505

logo 12_edited.jpg
  • Facebook

© 2025 @ Böðvar Ingi Aðalsteinsson unnið í Wix

bottom of page